Við bókstaflega elskum tölur

Við sjáum um allar þínar bókhaldsþarfir svo þú getir einbeitt þér að þínum rekstri.
Okkar þjónusta

Við gerum flókna hluti einfalda

Við bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu, ráðgjöf, uppgjör, skattskil og margt fleira fyrir einstaklinga og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Ekki er um tæmandi talningu að ræða heldur viðmið sem endurspegla breiddina í þjónustu okkar.

Við getum aðstoðað á fjölmörgum sviðum

Reikningaútskrift
  • Fjartengingar við viðskiptavini okkar
  • Afleysingarþjónusta bókara og/eða gjaldkera
  • Skipulagning bókhalds

. . .

Nánar
Fyrirtækjaþjónusta
  • Greiðum alla reikninga viðskiptavina, eða valin útgjöld
  • Semjum við lánardrottna og banka

. . .

Nánar
SKÝRSLUR
  • Sendum rafrænt til skattayfirvalda
  • Gerum skýrslur eftir þörfum viðskiptavina úr bókhaldi
  • Gerum kostnaðargreiningar

 . . .

Nánar
VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA
  • Bókhald – tímavinna
  • Skipulagning bókhalds
  • Færsla bókhalds
  • Afstemmingar
  • VSK skýrslur 

. . .

Nánar
Allir starfsmenn eru í stöðugri símenntun og sækja námskeið fagaðila á hverju ári, ásamt því að reglulega eru haldin námskeið innanhúss og samráðsfundir.

Traust er undirstaða góðrar þjónustu

Við bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu, ráðgjöf, uppgjör, áætlanagerð og margt fleira. Við byggjum á faglegum og traustum vinnubrögðum sem unnin eru af reyndum starfsmönnum okkar. 

Allt okkar starfsfólk er þjálfað til að fullnægja ýtrustu kröfum sem markaðurinn gerir hverju sinni. Allir starfsmenn eru í stöðugri símenntun og sækja námskeið fagaðila á hverju ári, ásamt því að reglulega eru haldin námskeið innanhúss og samráðsfundir.

Verkferlar eru staðlaðir og samræmdir til að auka áreiðanleika og spara kostnað viðskiptavina. Fylgst er kerfisbundið með öllum laga- og reglugerðarbreytingum yfirvalda svo starfsmenn séu í stakk búnir að veita viðskiptavinum okkar réttar upplýsingar.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Ekki er um tæmandi talningu að ræða heldur viðmið sem endurspegla breiddina í þjónustu okkar.
Okkar áherslur
✓ Traust ✓ Sérþekking
✓ Nákvæmni ✓ Reynsla
✓ Trúnaður ✓ Fagmennska
Okkar þjónusta

Nýjustu fréttir og tilkynningar

Eftir Egill Vignisson 16 Sep, 2019
Opið fyrir umsóknir um frestun gjalddaga vegna Covid-19 Góðan dag Eitt af úrræðum sem stjórnvöld hafa ráðist í til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs Covid-19 er að heimila þeim launagreiðendum sem eru í rekstrarörðugleikum af þessum sökum að fresta þremur gjalddögum staðgreiðslu launamanna og tryggingagjalds. Heimildin snýr að gjalddögum á tímabilinu frá 1. apríl til 1. desember 2020. Frestun gjalddaga yrði til 15. janúar 2021. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um frestun gjalddaga á þjónustusíðu. Nánari upplýsingar um úrræðið og leiðbeiningar með umsókn er að finna á vef Skattsins. Kveðja Skatturinn
Eftir Egill Vignisson 16 Sep, 2019
Í ljósi fordæmalausra aðstæðna í þjóðfélaginu höfum við takmarkað aðgengi að starfsstöð og starfsmönnum okkar, til að verja starfsfólkið og fjölskyldur þeirra. Við höfum komið upp gagnamóttöku í anddyrinu hjá okkur og óskum þess að viðskiptavinir skilji gögn sín eftir þar. Einnig reynum við að komast hjá öllum fundum með því að biðja ykkur um að hringja í okkur. Langflest mál má leysa í gegnum síma. Stöndum saman meðan þetta gengur yfir. Starfsfólk Skatts & bókhalds
Eftir Egill Vignisson 16 Sep, 2019
Alþingi hefur samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar um tvískiptingu á gjalddaga staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingargjalds.
Sýna meira
Share by: