Þjónusta


Við bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu, ráðgjöf, uppgjör, áætlanagerð og margt fleira. Við byggjum á faglegum og traustum vinnubrögðum sem unnin eru af reyndum starfsmönnum okkar. 

 

Allt okkar starfsfólk er þjálfað til að fullnægja ýtrustu kröfum sem markaðurinn gerir hverju sinni.  Allir starfsmenn eru í stöðugri símenntun og sækja námskeið fagaðila á hverju ári, ásamt því að reglulega eru haldin námskeið innanhúss og samráðsfundir.

 

Verkferlar eru staðlaðir og samræmdir til að auka áreiðanleika og spara kostnað viðskiptavina. Fylgst er kerfisbundið með öllum laga- og reglugerðarbreytingum yfirvalda svo starfsmenn séu í stakk búnir að veita viðskiptavinum okkar réttar upplýsingar.

 

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum upp á.  Ekki er um tæmandi talningu að ræða heldur viðmið sem endurspegla breiddina í þjónustu okkar.

Bókhald
Bókhald

Við bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu. Unnið er eftir stöðluðu bókhaldskerfi sem er öflugt og í sífelldri endurskoðun.

 

Við fylgjumst náið með nýjungum og tökum þær upp fljótt og örugglega hvort heldur sem um sé að ræða bókhald og rafræningu eða laga- og reglugerðabreytingar yfirvalda.

 

Enda þótt bókhald fyrirtækja fært hjá okkur sé aðallega unnið í DK, höfum við þekkingu á flestum bókhaldskerfum sem eru á markaðnum. Má þar nefna DK, TOK, TOK+, Opusallt, Stólpa, Navision, Garra og Reglu svo fátt eitt sé nefnt; því Skattur & bókhald hefur það að leiðarljósi að finna farsæla lausn á bókhaldi fyrir hvern og einn viðskiptavin.

Skattskil og skattaráðgjöf

Við bjóðum upp á skattaráðgjöf fyrir innlenda jafnt sem erlenda aðila og erum í samstarfi við alþjóðleg samtök endurskoðenda fyrir viðskiptavini í útrás. Við leggjum áherslu á gagnkvæmt traust og gæði í skattaráðgjöf.

 

Við tökum að okkur að svara fyrirspurnum frá skattayfirvöldum, kæra gömul álitaefni og almennt öll samskipti við ríkisskattstjóra. 

Endurskoðun og reikningsskil

Við ársuppgjör og reikningsskil kemur bersýnilega í ljós reynsla starfsfólks okkar og vönduð vinnubrögð.

 

Ársreikningur á að vera gagnlegt stjórnendum en ekki skattaleg kvöð. Við veitum öfluga ráðgjöf og byggjum á persónulegri þjónustu þar sem skilningur á rekstri er hafður að leiðarljósi.

 

Aðalfundir félaga eru oft haldnir hér. Á þeim er miðlað upplýsingum úr bókhaldi og ársreikningum með það að markmiði að efla rekstur viðkomandi fyrirtækis. Á þessum fundum er leitast við að greina kostnaðarhlið og tekjuöflun hvers fyrirtækis og opnar það oft sýn á öflugri rekstur og ný tækifæri.

Ráðgjöf

Starfsfólk Skatts & bókhalds leggur metnað sinn í vönduð vinnubrögð. Við kappkostum að finna farsæla lausn fyrir sérhvern viðskiptavin og hugsum um hans hag.

 

Meðal þess sem fellur undir hinn víðtæka flokk ráðgjöf og fleira er: Áætlanir, verðmöt fyrirtækja og aðstoð við kaup eða sölu, stofnun og slit fyrirtækja, fjármálaþjónusta, 

lögfræðiþjónusta og margt fleira.

 

© 2023 by Strategic Consulting. Proudly created with Wix.com