Skattur & bókhald var stofnað árið 1990 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Við byggjum á faglegum og traustum vinnubrögðum sem unnin eru af reyndum starfsmönnum. Enda þótt Skattur & bókhald samanstandi af tiltölulega fámennum hópi fólks er samanlögð starfsreynsla þess í faginu yfir 400 ár. 

 

Fjölmargir viðskiptavinir úr öllum greinum atvinnulífsins treysta á þessa starfsreynslu og leggjum við áherslu á persónulegt samstarf við þá alla, hvort sem um er að ræða stór eða minni fyrirtæki.

 

Við bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu, ráðgjöf, uppgjör, áætlanagerð og margt fleira. Við leggjum mikla áherslu á gæði og veitum viðskiptavinum okkar alhliða þjónustu á sviði skattamála og fyrirtækjareksturs. 

 

 

Skattur & bókhald
Höfðabakka 9, 2 hæð

 

‹Sími

517 7400

 

Tölvupóstur

 

 

Opnunartími 9:00 - 17:00 
 

Hópurinn okkar

Hjá Skattur & bókhald starfa sérfræðingar á sviðum skattamála, bókhalds, ráðgjafar og endurskoðunar.

 

Allt okkar starfsfólk er þjálfað til að fullnægja ýtrustu kröfum sem markaðurinn gerir hverju sinni. Allir starfsmenn eru í stöðugri símenntun og sækja námskeið fagaðila á hverju ári, ásamt því að reglulega eru haldin námskeið innanhúss og samráðsfundir.

Gæða- og þjónustumarkmið

Til að skara fram úr og mæta ýtrustu kröfum viðskiptavina okkar höfum við sett okkur eftirfarandi gæða- og þjónustumarkmið:

 

 

ÞJÓNUSTUMARKMIÐ SKATTS & BÓKHALDS

 • Að veita framúrskarandi þjónustu

 • Að fullkominn trúnaður ríki milli aðila

 • Að gagnkvæm virðing sé milli aðila

 • Að mæta kröfum viðskiptavina og helst rúmlega það

 • Að standast tímasetningar

 • Að starfsmannavelta sé í lágmarki

 • Að viðskiptavinurinn gangi að okkur vísum 

 

 

GÆÐAMARKMIÐ SKATTS & BÓKHALDS​

 • Að niðurstaðan sé eftirtektarverð og eftirsóknarverð

 • Að unnið sé eftir ýtrustu kröfum og stöðlum

 • Að reyndir og þjálfaðir starfmenn vinni verkin

 • Að við viðurkennum vanmátt okkar ef þekkinguna þrýtur og leitum til annarra sérfræðinga

 • Að við brjótum ekki lög

© 2023 by Strategic Consulting. Proudly created with Wix.com